11.6.2001

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2001-2002

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar bárust að þessu sinni 24 umsóknir. Átta fræðimenn fá afnot af íbúðinni.

 

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2001 til 31. ágúst 2002. 

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Helgi Ágústsson, sendiherra
Íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor.

Alls bárust nefndinni að þessu sinni 24 umsóknir.

 

Átta fræðimenn fá afnot af íbúðinni sem hér segir:
Aðalheiður Guðmundsdóttir, rannsókn á "týndum" fornaldarsögum, og
Guðvarður Már Gunnlaugsson, skrift í íslenskum handritum.
Helga Kress, bréfasöfn íslenskra menntamanna á 19. öld.
Hjörtur Pálsson, Magnús Ásgeirsson, líf hans og list.
Jóhanna Þráinsdóttir, Sören Kierkegaard og tengsl hans við Ísland.
Sumarliði R. Ísleifsson, Saga stjórnarráðsins.
Þórir Stephensen, skýring á Ferðadagbók Magnúsar Stephensens.
Þórunn Valdimarsdóttir, bréfasöfn danskra manna sem Matthías Jochumsson
skrifaðist á við.

 

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er
skammt frá  Jónshúsi, í Skt. Paulsgade 70. Fræðimaður hefur enn fremur
vinnustofu í Jónshúsi.