8.5.2008

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2008-2009

Alls bárust nefndinni að þessu sinni 24 umsóknir. Ellefu fræðimenn fá afnot af íbúðinni.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá september 2008 til ágústloka 2009.

Alls bárust nefndinni að þessu sinni 24 umsóknir.
Ellefu fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:

  • Anna Soffía Hauksdóttir til að vinna að verkefni sem nefnist „lausnir diffurjafna til hönnunar stýringa“.
  • Ellen Mooney til að vinna að samnorrænu verkefni sem lýtur að því að greina smásjársýni í gegnum veraldarvefinn með skönnuðum sýnum.
  • Guðjón Friðriksson til að vinna að riti um sögu Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands.
  • Jón Torfason til að rannsaka feril Íslendinga sem dvöldu við iðnnám í Danmörku á 18. og 19. öld.
  • Kristín G. Guðnadóttir til að rannsaka tengsl Svavars Guðnasonar við danskt listalíf.
  • Kristján Árnason til að vinna að hljóðfræðilegum rannsóknum á færeysku.
  • Lára G. Oddsdóttir til að rannsaka hlutverk og stöðu prestsins í verkum Gunnars Gunnarssonar.
  • Már Jónsson til að vinna að bók á ensku um Árna Magnússon handritasafnara.
  • Sveinn Einarsson til að rannsaka feril Guðmundar Kambans í Danmörku.
  • Vilhjálmur Árnason til að vinna að rannsóknum á vísindalæsi í lýðræðisþjóðfélagi.
  • Þóra Kristjánsdóttir til að afla upplýsinga um Íslendinga í listnámi í Kaupmannahöfn á 17. og 18. öld.

Í nefndinni eiga sæti Anna Agnarsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, formaður, Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst og Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla. Ritari nefndarinnar er Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri (stjórnsýsla).

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.