4.6.2005

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2005-2006.

Alls bárust nefndinni 28 umsóknir að þessu sinni. Ellefu fræðimenn fá afnot af íbúðinni. 

 

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006. 

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor. Ritari nefndarinnar er Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Alls bárust nefndinni 28 umsóknir að þessu sinni.

 

Ellefu fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:
Bergljót S. Kristjánsdóttir til að rannsaka Gerplu, svo og dróttkvæðar vísur.
Dagný Kristjánsdóttir til að rannsaka einkenni barnabóka.
Gunnlaugur A. Jónsson til að kanna upphaf sögulegra biblíurannsókna á Íslandi 1890-1920 í ljósi danskra og skandinavískra áhrifa.
Halldór Guðmundsson til að undirbúa rit um líf tveggja skálda, Gunnars Gunnarssonar og Þorbergs Þórðarsonar.
Halldóra Jónsdóttir til að vinna við íslensk-danska skólaorðabók.
Hrafnhildur Schram til að kanna verk Júlíönu Sveinsdóttur listmálara.
Kristján Jóhann Jónsson til að afla efnis í rit um Grím Thomsen — þjóðskáld og heimsborgara.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir til að rannsaka ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur.
Sigríður Matthíasdóttir til að rannsaka gögn um þjóðernishugmyndir Jóns Aðils sagnfræðings.
Þorleifur Hauksson til að undirbúa útgáfu Sverrissögu.
Þorsteinn Helgason til að rannsaka gögn um Tyrkjaránið.

 

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.

 

(24. júní 2005.)