6.12.2016

Aðventuheimsókn

Eitt af föstum liðum á aðventunni í Jónshúsi er að taka á móti íslenskum heldriborgurum sem koma til Kaupmannahafnar í aðventurferð.  

Í dag tók umsjónarmaður Jónshúss á móti stórum hópi. Hann sagði þeim frá starfsemi hússins og nokkrar sögur af Jóni og Ingibjörgu.  Að vanda var boðið upp á kaffi, smáköku og snaps. Sigrún Gísladóttir, leiðsögumaður, og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Húss Jóns Sigurðrssonar, sagði m.a. frá framkvæmdum á Jónshúsi í tíð hennar sem stjórnarmanns. 

Fullsizeoutput_2ad5