29.11.2016

Aðventuhátíð í Skt Pauls kirkju

Jólastemning í Jónshúsi

Fjöldi fólks lagði leið sína á Jólamarkað  Jónshúss síðastliðinn sunnudag.

Gott og fjölbreytt úrval af ýmiskonar varningi var til sölu auk þess var bryddað upp á nokkrum nýjungum. T.d. var boðið upp á myndatöku sem margir nýttu sér. Hildur María ljósmyndari setti upp ljósmynda stúdíó í einu herbergi á safni hússins.

Á bókasafni í kjallara hússins var Christina Blin búin að koma sér fyrir með spilið sitt Newmero .  Þar gafst börnum og fullornum tækifæri að prófa nýtt borðspil.

Eins og undanfarin ár voru stelpurnar í Kvennakórnum  búnar að setja upp kaffihús. Margir sem lögðu leið sína í Jónshús gáfu sér góðan tíma og fengu sér t.d kleinur og heitt súkkulaði.

Nokkrar myndir frá því á sunnudaginn eru að finna hér.


 Fimmtudagur 1.desember klukkan 11:00 til 14:00.

Mömmumorgun

Skráning og nánari upplýsingar hér.

IMG_6879

Fimmtudagur 1. desember klukkan 19:00 – 21:00.

Jólaprjónakaffi

Prjónakaffi

Jólaprjón með léttum veitingum og bókaupplestri.

Í ár verður veisluborðið fjölbreytt, nokkar úr hópnum hafa tekið að sér að sjá um veitingar.

Aðgangseyrir 50 krónur.

Mikilvægt er að tilkynna þátttöku. Skráing og nánar um viðburðinn hér.

Eyland - bókaupplestur

Klukkan 21:00 opnar húsið fyrir bókaáhugmenn. Sigríður Hagalín les úr bók sinni Eyland.

15235947_10154784723538653_4418391580818939269_o

Fyrir nokkrum árum kviknaði hjá Sigríði hugmynd á meðan hún bjó í Kaupmannahöfn, og í ár lét hún verða að því að koma henni á bók. Bókin heitir Eyland og er meðal annars inspíreruð af Kaupmannahafnardvölinni og umræðunni í Danmörku. Sigríður á leið um borgina við sundið og langar til að kvitta fyrir sig og lesa upp úr bókinni í Jónshúsi.

Allir eru velkomnir.

Bókin verður til sölu á fimmtudagskvöldið.


Sunnudagur 4. desember.

 Aðventuhátíð í Skt. Pauls kirkju klukkan 14:00.

Adventustund[1]

Íslenski kvennakórinn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Kammerkórinn Staka syngur undir stjórn Stefáns Arasonar. Kórinn Dóttir syngur undir stjórn Maríu Aspar Ómarsdóttur. Orgelleik annast Stefán Arason.

Benedikt Jónsson, sendiherra flytur hugvekju. 

Prestur Ágúst Einarsson.

Verið velkomin!

Heitt súkkulaði í Jónshúsi eftir aðventuhátíð.