3.12.2015

Biskup Íslands heimsækir Jónshús á aðventu 2015

Biskup Íslands , frú Agnes M. Sigurðardóttir, kemur í heimsókn til Danmerkur 3. til 6. desember 2015. 

Biskup Íslands mun eiga fundi með kirkjumálaráðherra Danmerkur og með prófasti og biskupi í Kaupmannahafnarumdæmi. Frú Agnes mun kynna sér starfsemi Jónshúss, heimsækja Íslenskuskóla barnanna og funda með sóknarnefnd íslenska safnaðarstarfsins. 

Biskup Íslands verður gestur á aðventuhátíð íslenska kirkjustarfsins í Skt. Pauls kirkju sunnudaginn 6. desember kl. 14.00.  Á aðventuhátíðinni mun Íslenski Kvennakórinn syngja undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur og Kammerkórinn Staka syngja undir stjórn Stefáns Arasonar. Frú Agnes mun flyta hugvekju á hátíðinni. 

Að aðventuhátíð lokinni mun Jónshús bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur.

 Allir eru innilega velkomnir.