• FKAdkjan

22.1.2016

”Ég er með 'etta!"

Nýtt og spennandi starfsár Félagkvenna í atvinnutífinu í Danmörku er að hefjast.  Fyrsti fundur ársins verður  í Jónshúsi fimmtudaginn 28. janúar kl. 18:00.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir , hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, markþjálfi, rithöfundur og Yogakennari er gestur fundarins.

 Hún hefur gefið fyrirlestrinum spennandi yfirskrift!

”Ég er með 'etta!"

 

Þorbjörg hefur búið lenig  í Danmörku/ Kaupmannahöfn, alls 33 ár.

Þorbjörg er m.a. rithöfundur sem skrifar um heilsu - og næringarbækur byggðar á hugmyndafræði Þorbjargar um heildræna heilsufræði sem hún kallar einfaldlega "thorbjörg-þín lífsorka, mín ástríða" / "Your Vitality-My Passion". 

11110180_968515883161496_2336819789045119709_n  

Þorbjörg skrifar: 

"Lífið hefur boðið mér marga möguleika á að styrkja mig og vaxa sem manneskja og kona. Áskoranir hafa ekki skortað og ég hef gert mörg mistök. Styrkir mínir hafa fleitt mér áfram og móta lífsgildi mín sem ég endurspegla verk mín hvort sem það er vinnan mín eða prívat. Ég á margar frásagnir og sögur og mig langar til at segja ykkur þessar yfir kaffibolla.

 Á leið minni um Asíu hitti ég alvöru munk sem aðspurður um hvernig ég gæti fundið jafnvægið í lífinu svaraði "þegar þú hættir að hugsa um það".

Í Marokkó bjó ég hjá bedúinum þar sem döðlur og kamel mjólk var nóg.

Á kafaraleiðangri í Maldivínu hitti ég vin minn heimsfarann Christian sem kenndi mér í alvöru að lífið er hér og nú.

Á götu í Kaupmannahöfn rakst bókstaflega á alvöru yogi og hann sá að ég "gef of mikið í þetta " og ég ætti að opna hjartað meira.

Á sóló göngu um Vestfirði hitti ég sjálfa mig og skilyrðislausa hamingju.

 "Framkvæmd. Þrautseigja. Fegurðin við núið. Traust. Nægjusemi. Kærleikur."

 

 Sjáumst hressar á fimmtudaginn :D

 Miðaverð 160 kr.

https://billetto.dk/en/events/orbjrg-hafsteinsdttir-g-er-me-etta