13.5.2016

KARLAKÓR KFUM HEIMSÆKIR DANMÖRKU

Í kvöld, 13. maí heldur Karlakór KFUM á Íslandi tónleika í  Sankt Pauls Kirke.  Kórinn heimsækir slóðir sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi.

 Fluttir verða trúarlegir söngvar og sálmar eftir íslenska og erlenda höfunda.

Föstudagur 13. maí kl. 18-19: 
Vorið góða - Vortónleikar Karlakórs KFUM í Páls kirkju í Kaupmannahöfn.

Nánar um viðburðinn  hér. 

Laugardagur 14. maí kl. 16-16.30: 
Karlakór KFUM syngur í Hillerød kirkju til heiðurs Felix Ólafssyni kristniboða.

Mánudagur 16. maí (2. í hvítasunnu) kl. 14-15: 
Þátttaka í hátíðarmessu í Páls kirkju í Kaupmannahöfn. Kórinn syngur tvö lög.

Aðgangur að tónleikunum á föstudag og öðrum viðburðum er öllum heimill og án endurgjalds.

Karlakór KFUM var stofnaður í október 1912 og endurvakinn í febrúar 2009. Í 
kórnum eru um 40 karlar. Stjórnandi er Laufey Geirlaugsdóttir og píanóleikari er Ásta Haraldsdóttir.