10.5.2012

Úthlutun fræðimannsíbúðar 2012-2013

Fréttatilkynning frá skrifstofu Alþingis,
22. mars 2012

Úthlutun fræðimannsíbúðar
Húss Jóns Sigurðssonar
í Kaupmannahöfn 2012-2013


Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá ágústlokum 2012 til ágústloka 2013.

Í nefndinni eiga sæti Anna Agnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, formaður, Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst og Kristinn Ólason, fyrrverandi rektor Skálholtsskóla. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari á skrifstofu forseta Alþingis.

Alls bárust nefndinni að þessu sinni 39 umsóknir.
Sjö fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:

  • Erla Erlendsdóttir, til að vinna annars verkefni um áhrif spænskrar tungu á Norðurlandamálin og þýðingarsögu Evrópu.
  • Guðmundur Lúther Hafsteinsson, til að vinna verkefni um dönsk áhrif á innra fyrirkomulag kirkjubygginga á Íslandi á 19. öld.
  • Helgi Torfason, til að vinna verkefni um upphaf náttúruminjasafns "Hins íslenska náttúrufræðifélags" 1887 í Kaupmannahöfn.
  • Hrefna Róbertsdóttir, til að vinna verkefni um þéttbýlishverfi og byggðamenningu á Íslandi á árnýöld.
  • Margrét Hallgrímsdóttir, til að vinna að verkefni í tengslum við 150 ára afmæli Þjóðminjasafns Íslands í samvinnu við Þjóðminjasafn Dana í tengslum við þessi tímamót.
  • Ólafur Ásgeirsson, til að vinna að afritun verslunarbóka frá 18. öld.
  • Ragnhildur Helgadóttir, til að vinna að verkefni um stjórnskipun í mótun og áhrif stjórnskipunarþróunar EBS á danska stjórnskipun.

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.