19.6.2012

Íslenski skólinn í Jónshúsi skólaárið 2012 - 2013 - Skólasetning 8. september kl. 11.00. Athugið breytt dagsetning.

Áhersla er lögð á að nemendur mæti vel og séu virkir þátttakendur í tímunum. Unnið verður á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt með alla þætti móðurmálsins, munnlega og skriflega tjáningu, skilning og lestur. Einnig er lögð mikil áhersla á menningarfræðslu og tengingu við íslenska sögu og hefðir. Hópnum verður skipt í þrennt. Kennsla í yngsta hóp (börn i 1. – 3. bekk) fer fram á laugardögum milli 9.30 og 12.00 og í miðhóp (börn í 4. – 6. bekk) frá 12.30 til 15.00 á laugardögum. Upplýsingar um timasetningu kennslu í elsta hóp (7. - 9. bekk) verða veittar á skólasetningunni. Skráning fer einnig fram 8. september. Athugið að þeir sem voru í skólanum í fyrra þurfa í flestum tilfellum ekki að skrá börn sín aftur. Netfang skólans er islenskuskolinn@gmail.com og kennari er Helga Kristín Friðjónsdóttir.