12.9.2012

Framundan í Jónshúsi

Framundan: Almennur fundur, BASTARD, Bókasafn, Guðsþjónusta, ICELANDAIRvist, Íslenski skólinn, Íslenskunámskeið, Messukaffi, Myndlistarsýning, Prjónaklúbburinn, Svartur á leik, Sunnudagaskóli, Sunnudagskaffihlaðborð

Fundur safnaðarnefndarinnar

Almennur fundur safnaðarnefndarinnar í Kaupmannahöfn
Laugardaginn 6. okt. n.k. kl. 16.30 verður almennur umræðufundur í Jónshúsi um starf og framtíð safnaðarins í Kaupmannahöfn.Meðal þeirra sem að taka til máls eru séra Birgir Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Danmörku, Sturla Sigurjónsson og Jón Runólfsson í Jónshúsi.

Við hvetjum Íslendinga til að sækja fundinn og taka þátt í umræðum. Léttar veitingar verða í boði eftir fundinn.
Safnaðarnefnd.

BASTARD

 ”Bastard – En Familiesaga”  er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins í Reykjavík, Borgarleikhússins í Malmö og Teater Faar302 í Danmörku.
http://www.bastard.is/da
Við sýnum í einu stærsta tjaldi Norðurlanda í Fælledparken í Kaupmannahöfn til 23. september
(Best er að fara að Øster Alle 56 og þaðan sér maður tjaldið inni í garðinum í uþb. 100 m fjarlægð.)

Bókasafn

Bókasafn Íslendinga í Kaupmannahöfn er á 3. Hæð Jónshúss og er opið á opnunartímum sýningar um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur.
Þá er talsvert að bókum í kjallara Jónshúss en þar er aðstaða til að setjast niður, fá sér kaffibolla, gos, harðfisk og íslenskt sælgæti. Þar er einnig þráðlaust internet og snyrtingar.

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 7. október kl. 13.00. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson.

ICELANDAIRvist

Fyrsta félagsvist vetrarins verður föstudaginn 28. sept. Kl. 19.30 í Jónshúsi. Aðalvinningur vetrarins ferð til Íslands, fram og til baka fyrir tvo.

Íslenski skólinn í Jónshúsi.

Móðurmálskennsla fyrir íslensk börn á Grunnskólaaldri, setning laugardaginn 15. sept. Kl. 11.00

Íslenskunámskeið

Minnum á  Íslenskunámskeið fyrir byrjendur sem hefst 27. september. Kennslan fer fram á fimmtudögum frá 17.00 – 19.00, 6 skipti fram til 8. nóvember. Áhersla er lögð á talmál og að nýta tungumálið í daglega lífinu. Námskeiðið kostar 1200 dkr. Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á helgastina@gmail.com og í síma 60869572.

Messukaffi

Að lokinni Guðsþjónustu sunnudaginn 7. okt. verður að vanda veglegt kaffihlaðborð í Jónshúsi.
Sunnudagskaffihlaðboð Kvennakórsins sunnudaginn 7. október kl. 14.00 – 16.00

Myndlistarsýningar

Sýning EDDU Þóreyjar í Jónshúsi á sunnudögum kl. 14.00 – 16.00, síðasti sýningardagur 30. sept.

Prjónaklúbburinn

Annar fundurinn í vetur fimmtudaginn 4. október kl. 19.00 í Jónshúsi.

Svartur á leik

Sýningar á íslensku kvikmyndinni Svartur á leik, sjá http://www.kino.dk/film/b/bl/blacks-game

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn í Jónshúsi hefst að nýju sunnudaginn 30. september kl. 11.00