4.3.2013

8. mars: Baráttusamkoma íslenskra kvenna í Jónshúsi

Í vor verður kosið til Alþingis og ber dagskráin keim af því:

Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi kvöldsins: "Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti ? Femínisminn - fimm árum síðar".

Aðerindi hennar loknu ræða fjórar þingkonur hvað áunnist hefur í jafnréttismálum á undanförnum árum og hver þær telji býnustu viðfangsefnin á næsta kjörtímabili.
Þingkonurnar eru:

   - Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstri grænna og fv. heilbrigðisráðherra
   - Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingar og fjármálaráðherra
   - Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokks
   - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona, fv. menntamálaráðherra og fv.
     varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn stendur fyrir söng og sér um veitingasölu. Í boði verða bökur, salat og drykkir.

Nánari upplýsingar veitir undirbúningsnefnd 8. mars:

   - Erla Sigurðardóttir: erla@erlas.dk
   - Gunnhildur Kristjánsdóttir: gunnhildurkr@yahoo.com
   - Kristín ása Einarsdóttir: krasa7913@gmail.com

Jónshús, Øster Voldgade 12 (skammt frá Østerport-lestarstöðinni, þar er einnig næsti hraðbanki)