18.8.2015

Skólasetning Íslenskuskólans

Skólasetning Íslenskuskólans skólaárið 2014 - 2015 fer fram laugardaginn 22. ágúst í Jónshúsi klukkan 11:00 - 12:00.

Þar verður farið yfir skráningu, dagskrá, tímasetningar, skiptingu í hópa og fleira.

Markmið Íslenskuskólans eru:

  • Að æfa og örva íslenskukunnáttu nemenda í máli og skrift.
  • Að veita nemendum aðgang að námsefni og upplýsingum á íslensku.
  • Að vekja áhuga nemenda á íslenskri menningu, sögu og hefðum.

Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi.

Netfang skólans er islenskuskolinn@gmail.com 
Kennari skólaárið 2015 til 2016 er Marta Sævarsdóttir