25.9.2015

Kynningarfundur hjá Dale Carnegie í Danmörku

Miðvikudaginn 30. september kl. 19:00 til 20:00 Komdu og upplifðu Dale Carnegie á 60 mínútum!

Árið 1912 stofnaði maður að nafni Dale Carnegie fyrirtæki með þeim tilgangi að hjálpa fólki við að ná þeim árangri í lífinu sem það sjálft óskaði sér. Með einstakri þjálfunaraðferð og 30 gullnum reglum hefur fyrirtækið náð miklum vexti og er í dag starfrækt í yfir 80 löndum út um allan heim.

Dale Carnegie Danmark opnaði árið 2005 en hefur hingað til nær eingöngu þjónað fyrirtækjamarkaðinum.
Nýlega bætti skrifstofan við sig íslenskum liðsfélaga, Rögnu K. Magnúsdóttur, með það að leiðarljósi að auka þjónustu við opna markaðinn hér í Danmörku. Ragna hefur starfað sem Dale Carnegie þjálfari á Íslandi frá árinu 2009 og þjálfað yfir hundruð einstaklinga við góðan árangur. 

Nú er stefnan tekin á að bjóða íslendingum í Danmörku einstakt tækifæri til þess að fá þjálfun á sínu tungumáli! 12 vikna námskeiðið tekið á 6 vikum, 2 kvöld í viku, 4 tíma í senn.

Til að svara frekari spurningum bjóðum við þér á kynningarfund þann 30. September kl. 19:00.  

 Hlökkum til að sjá þig!

Nánar