2.11.2015

Prjónakvöld í Jónshúsi

Næsta prjónakvöld er á fimmtudaginn 5. nóvember

Fyrsta fimmtudag í mánuði eru prjónakvöld/handavinnukvöld í Jónshúsi.  Íslenskar konur af Stór–Kaupmannahafnarsvæðinu koma saman og prjóna  eða vinna aðra handavinnu. Konurnar sem sækja þessi kvöld eru á öllum aldri, það er smá kjarni sem lætur þessi kvöld aldrei fram hjá sér fara.

Mæting er misjöfn en að jafnaði eru 15 konur  sem mæta og njóta þess að vera saman og prjóna, spjalla og gæða sér á köku.  Konunar skiptast á að koma með eitthvað sætt með kaffinu.

Prjónahittinginn í desember er alltaf með jólaívafi og síðasti hittingur í júní fyirr sumarfrí er líka með aðeins með öðru sniði. Garnaflækjan tekur sem sumarfí í júlí og ágúst.

 Hægt er að finna Garnaflækjuna á FB

Næsti fundur er fimmtudaginn 5. nóvember.