6.9.2010

Misstir þú af tónleikum Stöku í vor?

Ergilegt, en engin ástæða til að örvænta, því Staka endurtekur tónleikana "Kirketoner fra Vulkanøen" sunnudaginn 12. september í Mørdrup kirke Espergærde, kl. 16:00.  Þar mun Staka syngja verk eftir 13 íslensk tónskáld allt kirkjuleg verk, eftir m.a. Báru Grímsdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Stefán Arason, Þorkel Sigurbjörnsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Huga Guðmundsson, Snorra Sigfús Birgisson ofl. og ofl.

Sagt eftir tónleikana í maí:   ”What a fantastic concert … you are sooo good!” (Hjón frá Texas),  Jeg kommer helt sikkert til næste koncert” (nemandi á þrítugsaldrinum) ,  “megaflot concert” (landafræðinemi KU)  “Ofboðslega flottir tónleikar” (kona á sextusaldrinum), “Ég táraðist tvisvar þetta var svo fallegt” (kona á þrítugsaldrinum).  “I really enjoyed the concert” (amerísk kona sem enginn þetkkti).

Svo við getum tekið undir orð áheyrenda okkar og mælt með að sunnudags bíl(lestar)túrinn næsta sunnudag verði til Espegærde til að upplifa tónlistaraf sem við íslendingar getum verið stolt af!  Aðgangur ókeypis.

Staður: Mørdrup Kirke, Vestermarken 2, 3060 Espergærde (ca 200 m frá lestarstöðinni)
Kort: http://www.findvej.dk/?latitude=55.9961&longitude=12.5442&text=M%C3%98RDRUP+KIRKE%0A%0AVestermarken+%0A3060+Esperg%C3%A6rde