18.2.2011

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: 8. mars í Jónshúsi

Kæru femínistar nær og fjær.
Við höldum upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna að venju.
Jónshús og veitingasala opna kl. 18 en dagskráin hefst kl. 19.

Dagskrá:

  • „Þegar guð skapaði manninn var hún aðeins að grínast.“
    Erla Sigurðardóttir blaðamaður og þýðandi rifjar upp starf íslensku kvennahópanna sem störfuðu í Kaupmannahöfn á árunum 1979-1982 og mörkuðu nýja tíma í kvennabaráttu.
  • „Konur í kreppu.“
    Drífa Snædal er nýkomin úr hringiðunni á Íslandi . Drífa hefur unnið um árabil með kvennahreyfingunni á Íslandi, hún var framkvæmdastýra kvennaathvarfsins og síðar Vinstri grænna. 
  • Heimildamyndin „Murder“ um hlutskipti kvenna og stúlkna í Níkaragva eftir að fóstur-eyðingar voru bannaðar þar í landi 2008. Myndin er átaksverkefni Amnesty International.
  • Kvennakórinn tekur nokkur lög og stendur fyrir fjöldasöng.

Fundarstjórar: Gunnhildur Kristjánsdóttir og Rósa Erlingsdóttir.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við konukvöldin í Jónshúsi og sjá þau einnig um veitingar ásamt Kvennakórnum.

Sjáumst í Jónshúsi 8. mars!
Undirbúningsnefndin