15.6.2011

Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn á kvenréttindaginn, 19. júní 2011 kl. 16.00, og verða Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. 

Dagskrá hátíðarinnar:

  • Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setur hátíðina.
  • Melkorka Ólafsdóttir flytur tónlist á þverflautu.  Píanóleikari er Galya Kolarova.
  • Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flytur hátíðarræðu.
  • Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur tónlist undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur.
  • Forseti Alþingis afhendir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.
  • Melkorka Ólafsdóttir flytur tónlist á þverflautu.  Píanóleikari er Galya Kolarova.
  • Sólveig Pétursdóttir, formaður undirbúningsnefndar afmælis Jóns Sigurðssonar, kynnir margmiðlunarsýningu sem gerð er í tilefni 200 ára afmælisársins.

Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.