11.8.2011

Uppfærsla á heimasíðu

Bókasafn Íslendinga í Kaupmannahöfn :

 Afgreiðsla bókasafnsins á 3. hæð opið frá kl. 18.00 – 20.00  fyrsta og síðasta  miðvikudag í september, október og nóvember-.

 Fermingarfræðsla :

Kynning á fermingarfræðslu fyrir veturinn 2011 / 2012 verður í Jónshúsi Sunnudaginn 28.8 kl. 10:00. 

Ætlast er til að foreldar og fermingarbarn mæti.  Messa er kl. 13:00 og er mælst til að fermingarbörn og foreldrar taki þátt. 

Boðið verður upp á súpu í hádeginu.

Þessi háttur er hafður á þar sem þeir sem eiga um langt að sækja geti tekið þátt og verið með í fermingarfræðslunni

Ef einhver á ekki möguleika á að mæta en vill vera með í fermingarfræðslunni í vetur

er bent á að hafa samband við Lárus Guðmundsson í 22131810 eða larus@brostu.dk

Sóknarnefnd Íslenska safnaðarins.

 Íslenski skólinn í Jónshúsi :

Íslenski skólinn í Jónshúsi fer fram á laugardögum í vetur. Nemendum er skipt í tvo hópa, annars vegar nemendur í 1. - 4. bekk og hins vegar nemendur í 5. - 9. bekk. Áhersla er lögð á vinna með tungumálið á áhugaverðan og nýtilegan hátt þar sem nemendur taka virkan þátt.

Skólasetning fer fram laugardaginn 27. ágúst. Börn í 1. – 4. bekk mæta ásamt foreldrum sínum frá 10 til 12. Nemendur í 5. – 9. bekk mæta ásamt foreldrum sínum frá 12 til 14.

Kennsla hefst af fullum krafti 3. september í yngri hóp frá 9.30 til 12 og í eldri hóp frá 12.30 til 15.

Nemendur þurfa að hafa meðferðis pennaveski og nesti.

Allar nánari upplýsingar varðandi skráningu og dagskrá skólans í vetur verða veittar á skólasetningunni. Því er mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar mæti laugardaginn 27. ágúst næstkomandi.

Ef eitthvað er óljóst er netfang skólans islenskuskolinn@gmail.com

Guðsþjónusta :

 Fyrsta messa vetrarins verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 13.00

Prestur sr. Ágúst Einarsson

Messukaffi í Jónshúsi á eftir.

 AA, Al anon, GSA og 11. spors Hugleiðslufundir :

 AA fundir miðvikudaga kl. 20.00 og sunnudaga kl. 11.00

Al anon fundur þriðjudaga kl. 20.00

GSA fundur miðvikudaga kl. 18.00

11. spors Hugleiðslufundur laugardaga kl. 12.30.

 Sunnudagskaffihlaðborð :

 Glæsilegt kaffihlaðborð í Jónshúsi sunnudaginn 28. sept. kl. 14.00 – 16.00.

 Sýning um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur :

 Sýningin á 3. hæð Jónshúss hefur verið endurgerð og m.a. settur  upp margmiðlunarskjár og hægt er að horfa á kvikmyndina um Jón Sigurðsson.

 Opnunartímar:

Þriðjudaga     kl. 10.00 – 20.00

Miðvikudaga kl. 12.00 – 20.00

Fimmtudaga   kl. 12.00 – 18.00

Föstudaga      kl. 12.00 – 18.00

Laugardaga og sunnudaga kl. 10.00 – 16.00 og í samráði við umsjónarmann í síma 33137997.

 ICELANDAIRvist – Félagsvist :

 Eins og mörg undanfarin ár verður spiluð félagsvist einu sinni í mánuði, nánar síðar.

 Mömmumorgnar :

Alla þriðjudaga kl. 10.00 – 13.00.

 Prjónaklúbburinn :

 Nánar síðar.

 Konukvöld :

 Nánar síðar.