• Eiríkur G. Guðmundsson

7.6.2016

Stórabóla, útbreiðsla og afleiðingar

Mánudaginn 13. júní klukkan 17:00 til 18:30 mun Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og fræðimaður í Jónshúsi segja frá því sem hann hefur verið að rannsaka um árabil.


Allir velkomnir 

Stórabóla, útbreiðsla og afleiðingar

Árin 1707 til 1709 dóu þúsundir Íslendinga, alls fjórðungur þjóðarinnar úr, bólusótt sem hefur verið kölluð stórabóla. Um þennan bólufaraldur eru til meiri heimildir en um aðra faraldra. Eiríkur G. Guðmundsson hefur um árabil rannsakað þennan faraldur, greint gang atburða, viðbrögð yfirvalda og afleiðingar manndauðans. Niðurstöðurnar hafa enn ekki verið gefnar út.

 Eirikurgudmundsson-1Eiríkur G. Guðmundsson (f. 1953) hefur BA próf í sögu og íslensku, próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslannds og Cand. mag. próf í sögu frá Hafnarháskóla. Var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands og síðar rektor Menntaskólans við Sund. Var ráðinn þjóðskjalavörður 2012 eftir að hafa verið sviðstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns. Auk stórubólu hefur Eiríkur á undanförnum árum rannsakað manntalið 1703.