• Sumarprjónakaffi

1.6.2016

Sumarprjónakaffi

Eitt af föstu viðburðunum í Jónshúsi eru prjónakvöld Garnaflækjunar. Fyrsta fimmtudag í mánuði mæta íslenskar handavinnukonur  í Jónshús með ýmiskonar handavinnu.
Það eru konur á öllum aldri sem mæta.  Konur sem eru byrjendur og þær sem hafa stundað handavinnu í mörg ár. Þessar sem eru reyndari veita þeim óreyndari gjarnan ráð ef á þarf að halda.

Prjónakvöldin eru afar notarleg, stundum mikill háfaði, en alltaf gaman að vera góðum félagsskap og prjóna.  Konurnar í hópnum skiptast á að koma með eitthvað gott með kaffinu. Á morgun hittist þessi hópur í síðasta skiptið fyrir sumarfrí en mætir að nýju í Jónshús  fimmtudaginn 1. september klukkan 18:00.

PrjónakaffiNánari upplýsingar um hópinn er að finna á Facebook.

Skráing á viðburðinn er hér.