16.6.2016

Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn

Kæru Íslendingar og aðrir velunnarar!

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður til þjóðhátíðarskemmtunar á Femøren, Amager Strandpark, laugardaginn 18. júní kl. 13:00

Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa, meðal annars íslensk tónlist og fjallkonan stígur á stokk. Þar að auki verða hoppupúðar, töframaður, andlitsmálun, fánar og önnur skemmtun fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu ýmsu góðgæti, SS-pylsum, íslensku sælgæti og drykkjum.

Stjórn Íslendingafélagsins hlakkar til þess að sjá ykkur öll í sólskinsskapi þann 18. júní á Femøren!

Thjodhatid- 

Dagskrá

13:00 Formaður ÍFK setur hátíðina
13:30 Ávarp sendiherra
14:00 Fjallkonan flytur ljóð
14:30 Jón Víðis töframaður skemmtir

 

Hér eru myndir frá því í fyrra.