20.9.2016

Þorláksblót í Kaupmannahöfn 1954

Kvikmynd eftir Þránd Thoroddsen

Fimmtudaginn 22. september kl. 17:15 - 19:00 hverfum við aftur í tímann. 

Sýnd verður stutt kvikmynd frá Þorláksblóti í Biskupakjallaranum frá 1954 í Kaupmannahöfn.  

Þessi kvikmynd Þrándar Thoroddsen var gerð á þeim tíma þegar afar fátítt var að leikmenn ættu kvikmyndatökuvélar og gerðu kvikmyndir af þessu tagi.  Þrándur var í líffræðinámi en fékk mikinn áhuga á kvikmyndatöku og fleiri listum.  Hann sneri sér að því námi og lauk því við einn helsta kvikmyndaskóla Evrópu.

12874

Þessi viðburður ætti að vera áhugaverður fyrir alla þá sem hafa gaman af að sjá gömlu fræðimennina og listamennina eins og Jón Helgason , Stefán Íslandi og Einar Kristjánsson auk stúdentanna.  
Í þessari mynd kemur m.a. við sögu þvottapotturinn í kjallara Jóns þar sem hangikjötið var soðið.  

Auk þess kvikmyndarinnar verður hlustað á plötu með söng íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1963.

 Tvöfaldur kvartett í Kaupmannahöfn. Á sjötta og sjöunda tug síðustu aldar hittust námsmenn og fleiri í Kaupmannahöfn gjarna á matstofu stúdenta - Kannibalnum - við Nörregade og á Nellunni í Kattesundet, tóku lagið og nutu þess að vera saman. 

Allir velkomnir 

Nánar um viðburðinn hér.
Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund mun stjórna þessum viðburði.