27.5.2016

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2016 til ágústloka 2017.

Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 29 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum:

•  Elsa Eiríksdóttir, til að vinna að samanburði á starfsmenntunarkerfum Íslands og Danmerkur;

•  Gauti Kristmannsson, til að vinna verkefni um áhrif bókmenntaarfs Norðurlanda og þýðingar á skilgreiningar þjóðar- og heimsbókmennta;

•  Gylfi Zoega, til að vinna verkefni um peningastefnu í litlu opnu hagkerfi;

•  Jón Karl Helgason, til að vinna verkefni um tímamótasiglinu Esjunnar til Hafnar sumarið 1945;

•  Karl Skírnisson, til að vinna að rannsóknum á íslenskum sníkjudýrum á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn;

•  Margrét Gunnarsdóttir, til að vinna að sagnfræðirannsókn á Íslandssögunni í dönsku samhengi 1780-1840, ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf við endurgerð íbúðar Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur;

•  Orri Vésteinsson, til að vinna að rannsókn á Hvalseyjar- og Garðasókn á Grænlandi;

•  Pétur B. Lúthersson, til að vinna að rannsókn á verkum íslenskra nema í viðurkenndum listiðnaðarskólum og hönnunarskólum í Kaupmannahöfn frá lokum síðari heimsstyrjaldar og áhrif þeirra á íslenska hönnun og menningarlíf;

•  Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg), til að vinna að uppsetningu listsýningarinnar „Fragile Systems“;

•  Steingrímur Jónsson, til að vinna að rannsókn á þætti Dana í rannsóknum á hafstraumum við Ísland, sérstaklega í Grænlandssundi;

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis