• Halla Benediksdóttir umsjónarmaður Jónshúss, Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands, Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis.

8.12.2015

Helgin 5. og 6. desember 2015

Laugardaginn 5. desember kom frú Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands í heimsókn í Jónshús. Hún hóf heimsóknina með að heilsa upp á nemendur íslenskuskólans. Nemendur og kennarar tóku vel á móti frú Agnesi og fannst nemendum bæði gaman og áhugavert að fá biskup í heimsókn. Þeir sýndu og sögðu frá því sem þeir hafa gert í vetur og spurðu margra spurninga. Einnig var sýnd stuttmynd þar sem nemendur skólans voru í aðalhlutverki.

Eftir heimsóknina gafst biskupi tækifæri á að skoða og fræðast um starfsemina í Jónshúsi undir leiðsögn umsjónarmanns. Að lokum sat frú Agnes fund með safnaðarnefnd íslenska söfnuðinsí Danmörku.

Mikil fjöldi kom í Jónshús sunnudaginn 6.desember, að lokinni Aðventustund í Sankt Pauls kirke. Boðið var upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur.

 Nokkrar myndir sem teknar voru um helgina er að finna hér.