Starfsaðstaða fyrir íslensk fyrirtæki

Notkunarreglur

Samkvæmt ákvörðun stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, í samráði við sendiráð Íslands og Dansk-íslenska viðskiptaráðið, stendur Íslendingum og íslenskum lögaðilum til boða skammtímaleiga á starfsaðstöðu í Jónshúsi. Tilgangurinn er að greiða fyrir íslenskum viðskiptum í Danmörku, ekki síst viðleitni lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að selja þar vöru og þjónustu. Um notkun starfsaðstöðunnar gilda eftirfarandi reglur:  

 1. gr.

Notandinn fær aðgang að skrifstofu og litlu fundarherbergi. Þráðlaust net er í húsinu. 

2. gr.

Lágmarksleigutími er hálfur dagur. Hámarksleigutími eru sjö dagar í senn, helgar og helgidagar meðtaldir.

Endurgjald fyrir starfsaðstöðuna er samkvæmt gjaldskrá sem birt er á heimasíðu Jónshúss. Innifalið í endurgjaldi er aðstaða sú er fram kemur í 1. gr. auk almenns rekstrarkostnaðar, t.d. hiti, rafmagn og ræstingar.

3. gr.

Óskir um notkun starfsaðstöðunnar þurfa að berast forstöðumanni Jónshúss með a.m.k. einnar viku fyrirvara. Netfangið er  info@jonshus.dk. Sé aðstaðan laus til ráðstöfunar og óvænt tilefni til notkunar, er forstöðumanni þó heimilt að gera undantekningu frá ofangreindum tímafresti. Við staðfestingu forstöðumanns hússins greiðir notandi viðeigandi gjald inn á reikning Alþingis (banki: 0101-26-1096 kt. 420169-3889) og framvísar síðan kvittun og undirritar samning um afnotin við komuna í Jónshús.

4. gr.

Notanda er heimilt að nýta starfsaðstöðuna til fundarhalda og auglýsa viðveru þar á leigutímanum. Honum er óheimilt að bjóða til eða auglýsa annað en skilgreinda viðskiptastarfsemi eða að gera neitt það sem truflar aðra starfsemi í Jónshúsi eða varpar rýrð á eiganda þess, Alþingi Íslendinga.

5. gr.

Notanda er óheimilt að framselja leigurétt sinn til þriðja aðila.

6. gr.

Jónshús ber ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem notandi kann að verða fyrir í starfsaðstöðunni eða af völdum notkunar hennar.

7. gr.

Notandi er ábyrgur fyrir tjóni sem kann að hljótast af notkun hans á starfsaðstöðu í Jónshúsi.

Gjaldskrá 

Með vísan til reglna um notkun starfsaðstöðu fyrir íslensk fyrirtæki í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er gjaldið fyrir afnot DKR 250 fyrir hálfan dag (9–12 eða 13–16) eða DKR 500 fyrir heilan dag (9–16).

Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar endurskoðar gjaldið árlega og tilkynnir breytingar eftir þörfum.