• Jón Sigurðsson. Málverk eftir August Schiött.
    Jón Sigurðsson
    Málverkið af Jóni Sigurðssyni sem hangir í þingsal Alþingis, gerði danski málarinn August Schiött (1823–1895).
  • Menntaskólinn í Reykjavík
    Menntaskólinn í Reykjavík
    Menntaskólinn í Reykjavík var samkomustaður Alþingis frá endurreisn þess 1845 til 1879.
  • Sætaskipan í þingsal 1845
    Sætaskipan í þingsal 1845
    Alþingi kom saman 1845, í fyrsta sinn eftir að það var endurreist .

Endurreist Alþingi — forseti Alþingis

Jón Sigurðsson var kjörinn þingmaður Ísfirðinga í alþingiskosningum 13. apríl 1844, þá 32 ára gamall. 

Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimahaganna fyrir vestan.  

Á fyrsta þingi hins endurreista Alþingis árið 1845 tók Jón strax forystu meðal almennra þingmanna. Hann var kosinn í fjölmargar nefndir og var framsögumaður margra þeirra. Jón Sigurðsson sat á 13 þingum auk þjóðfundarins. Hann var tíu sinnum kjörinn forseti þingsins og hafði því mikil áhrif á þingstörfin og átti stóran þátt í að móta þau á fyrstu árum hins endurreista Alþingis.

Alþingi var einungis ráðgefandi allt til ársins 1874 en þá fékk þingið löggjafarvald. Frá 1845 til 1874 notuðu Íslendingar bænarskrár til að koma óskum um úrbætur á framfæri við stjórnvöld í Kaupmannahöfn. Jón átti frumkvæði að mörgum slíkum bænarskrám á þinginu.

Menntaskólinn í Reykjavík var samkomustaður Alþingis frá endurreisn þess 1845 til 1879.