Fræðimaður segir frá

Þar sem Jónshús er vettvangur margvíslegrar menningar- og félagsstarfsemi Íslendinga á Hafnarslóð sem byggist á sjálfboðastarfi og áhuga á að efla samfélag Íslendinga í Kaupmannahöfn. Þá er það skemmtileg viðbót við starfið í húsinu þegar fræðimenni leggja sitt að mörkum með að gefa okkur sem búa hér tækifæri á að heyra frá verkefnum þeirra. Undanfarið hafa fræðimenn sem hafa verið í húsinu haldið erindi undir nafninu „Fræðimaður segir frá“ og hafa þau vakið athygli. 

Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu. 


Guðrún og Ámundi


Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og fræðimaður í Jónshúsi segir frá verkefni sínu um rannsókn á lífi og starfi Ámunda Jónssonar smiðs og listamanns sem uppi var á 18. öld. Hann ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum og kom til Kaupmannahafnar og dvaldi í þrjú ár við ýmsa iðju, sem dvölin hér á einmitt að hjálpa Guðrúnu að varpa betra ljósi á. Ámundi byggði 13 kirkjur á Suðurlandi. Auk þess smíðaði hann og málaði altaristöflur og predikunarstóla sem er mikilvægt innlegg í menningarsögu okkar, en nokkuð af verkum hans eru enn í kirkjum og önnur á Þjóðminjasafninu.

Lesa meira

Hilmar og hvalirnir


Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands og fræðimaður í Jónshúsi mun segja frá verkefni sem Náttúruminjasafnið hefur veg og vanda af, og unnið er í samvinnu við Zoologisk Museum. Um er að ræða rannsókn á Íslandssléttbökum, stórhvelum sem eitt sinn voru algeng í norðanverðu Atlantshafi en eru nú í mikilli útrýmingarhættu. 

Lesa meira


Votplötur á tölvuöld

Hörður Geirsson fræðimaður í Jónshúsi og ljósmyndasérfræðingur, ætlar að segja frá fyrstu ljósmyndurum á Íslandi (1858 -1880) og hvernig elstu ljósmyndaaðferðirnar sköpuðu myndir sem varðveist hafa frá þessum tíma.

Lesa meira


Henging, hýðing eða betrun

Hjörleifur Stefánsson arkitekt og fræðimaður í Jónshúsi ætlar að segja frá byggingarsögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg.

Lesa meira


Sögustund og söngur

Margrét Gunnarsdóttir ætlar að segja frá jólahaldi Ingibjargar og Jóns á 19. öld.
Sagt verður frá jólahaldinu við Austurvegg, einkum störfum Ingibjargar við jólaundirbúninginn.

Lesa meira


Stórabóla, útbreiðsla og afleiðingar

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og fræðimaður í Jónshúsi ætlar að segja frá því sem hann hefur verið að rannsaka um árabil.

Lesa meira