Viðburðir

maí 2020

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
          1
föstudagur
2
laugardagur
3
sunnudagur
4 5 6 7 8 9
10
sunnudagur
11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spánska veikin á Íslandi og drepsóttir 19. aldar

  • 9.5.2019, 17:00 - 18:30, 1. hæð: Salur

Fræðimaður segir frá, Magnús Gottfreðsson

Í þessu erindi verður saga spánsku veikinnar á Íslandi rifjuð upp og m.a. stuðst við samtímafrásagnir og lýsingar á einkennum og afleiðingum veikinnar. Jafnframt verður tæpt á rannsóknum á spánsku veikinni og drepsóttum 19. aldar, s.s. mislingafaröldrum, sem unnið hefur verið að hér á landi undanfarin ár.

Magnús Gottfreðsson sem nú er fræðimaður í Jónshúsi er smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk embættisprófi frá læknadeild HÍ árið 1991, doktorsprófi frá sömu deild 1999 og stundaði sérnám í lyflækningum og smitsjúkdómum við Duke háskóla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 1993-1999. Hann hefur stundað rannsóknir á alvarlegum sýkingm, þ.á.m. inflúensu og heilahimnubólgu, en jafnframt leitast við að nýta sagnfræðileg gögn til að varpa ljósi á faraldra fyrri alda hérlendis.

Verið velkomin 
Aðgangur ókeypis