Viðburðir

júní 2020

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22
mánudagur
23 24 25 26 27
28 29
mánudagur
30        

Söngvakeppni

  • 29.2.2020, 20:00 - 23:00, 1. hæð: Salur

Elsku Söngvakeppnisaðdáendur!

Brátt kemur í ljós hver mun standa á stóra sviðinu fyrir Íslands hönd í maí!

Einvala lið listamanna og partýljóna tekur þátt í ár (nema Þórunn Clausen er All Out of Luck). Hildur Vala úr Idol kemur með langþráða endurkomu, Daði Freyr og Gagnamagnið mæta og eiga harma að hefna og Matti Matt verður á sínum stað - sem endranær.

Smellið ykkur í júróvisionpartý í Jónshúsi þann 29. febrúar þar sem við litla útibú þjóðarinnar komum saman í gleði og sorg þegar næsta andlit Íslands verður valið.

Dyrnar opna kl. 20 og Kvennakórinn Dóttir mun selja drykki og snarl í fjáröflunarskyni.

Kippið með ykkur Eurovision aðdáendum sem og Höturum (hoho) takið út úr Gleðibankanum, fjölmennum í Jónshús fyrir Eitt lag enn og syngjum saman Til hamingju Ísland!

SJÁUMST Í RÍFANDI JÚRÓVISÍON STUÐI!