Framundan í febrúar

Prjónaklúbbur, sunnudagaskóli, fermingarfræðsla, þorrablót, leshringur, félagsvíst, sunnudagsbröns og fleira á dagskrá Jónshúss í febrúar.

Fimmtudagur 4. febrúar

Prjónaklúbburinn Garnaflækjan 

Klukkan 19:00 til 22:00.
Allar handavinnuglaðar konur velkomnar.

Aðgangur ókeypis, kaffi og kaka á 25 kr.
Skráning og nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér.

Prjónakaffi


Sunnudagur 7. febrúar

Sunnudagaskóli 

Klukkan 13:00 til 14:00.

Að þessu sinni munum börnin heyra sögu, syngja saman, sjá þátt með Nebba og að sjálfsögðu koma þau Rebbi og Mýsla í heimsókn. Von er á góðum gesti frá Íslandi, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur prófast.
Nánar um viðburðinn er að finna hér.

Sunnudagaskoli-7.-februar

Þorrablót eldri borgara - uppselt.

Klukkan 14:00 til 16:00. 

Fermingarfræðsla

Klukkan 15:00 til 17:00.
Frekari upplýsingar hér.


Miðvikudagur 17. febrúar

Leshringurinn Thor II

Klukkan 21:00 til 22:30.

Leshringurinn Thor II hittist næst 17. feb kl 21:00 á Bókasafninu í Jónshúsi. Bókin Lausnin eftir Evu Magnúsdóttur verður rædd. Bókina er hægt að kaupa sem rafbók hjá Forlaginu.

Allir velkomnir.


Föstudagur 26. febrúar

Félagssvist ÍFK - nánar auglýst síðar.


Sunnudagur 28. febrúar

Sunnudagsbröns

Klukkan 11:00 til 14:00.
Skráning og nánari upplýsingar hér.

Brönsinn verður með íslensku ívafi. 
T.d. íslenskur reyktur lax, ss pylsur, íslenskt smjör, flatkökur, nýbakað seytt rúgbrauð, pönnukökur, skyr og fleira og fleira.