• Auglýsing fyrir jólamarkað 2015

25.11.2015

Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi

Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri að selja eigin hönnun, handverk eða eitthvað matarkyns. Jólamarkaðurinn verður haldinn sunnudaginn 29. nóvember 2015 frá kl. 13 til 16. Fjöldi lista- og handverksmanna hefur boðað komu sína og verður því mikið og fjölbreytt úrval á boðstólum. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma í Jónshús og skoða og fá sér pönnukökur og jafnvel kaupa eitthvað íslenskt og fallegt. Alllir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Kvennakórinn er búin að standa í ströngu og verður klár með laufabrauð til sölu, bæði kökur sem búið er að skera út og steikja sem og ósteiktar kökur. Einnig býður kórinn upp á kleinur og lakkrístoppa til sölu.

Á jólamarkaðnum þetta árið má meðal annars finna aðventukransa, barnaföt, bolla og diska, bækur, föt, hekl, jólasnaps, jólaskreytingar, jólatré, keramik, kertastjaka, kleinur, kort, lakkrískurl, lakkrístoppa, laufabrauð, ljósmyndir, myndir, plaköt, piparkökur, skart, svuntur og trévörur.   

Kaffisala verður í umsjá kvennakórsins, þar sem meðal annars verður hægt að kaupa pönnukökur með rjóma. 

Eftirfarandi verða með vörur til sölu á sunnudaginn:

  • Anna og Dóra: Skart
  • Arna Lára: Jólatré 
  • Berglind Levi: Keramik 
  • Dögg Guðmundsdóttir: doggdesign
  • Erla Freysdóttir: Skessulist myndir 
  • Friða Friðriksdóttir: Geisladiskur 
  • Guðný: Barnaföt  
  • Guðrún: Trévörur 
  • Helga Egilsdóttir: Dimmalimm
  • Ida Stefans: Skart 
  • Ingibjörg Ólafsdóttir: Eigin hönnun 
  • Íslendingafélagið: Miðar á jólaballið
  • Kvennakórinn: Laufabrauð, kleinur, lakkrístoppar
  • Marinna og Vilborg: Hekl og jólaskraut
  • Rakel Hinriksdottir: Plaköt 
  • Rosa Ingversen: Myndir og fleira
  • Samuelina: Handverk