17.5.2011

Ritgerðarsamkeppni, Háskóli Íslands fagnar 100 árum

Á árinu 2011 verður því fagnað að 100 ár eru liðin frá stofnun Háskóla Íslands. Kaupmannahafnarháskóli, sem var einnig íslenskur háskóli um 400 ára skeið, ætlar að minnast þessara tímamóta á tvo vegu.

Annars vegar með málþingi í hátíðarsal háskólans, fimmtudaginn 22. september nk., þar sem íslenskir og danskir fræðimenn og konur fjalla um ýmsar hliðar viðfangsefnisins:

Fræðasamstarf Danmerkur og Íslands frá miðöldum til nútíma.

Hins vegar verður haldin samkeppni, þar sem rektor Kaupmannahafnarháskóla býður dönskum og íslenskum háskólanemum og fræðimönnum, sem hafa ekki náð 30 ára aldri 21. september nk., að leggja fram ritgerð um sama efni, þ.e. Fræðasamstarf Danmerkur og Íslands frá miðöldum til nútíma.

Ritgerðir má skrifa á dönsku eða íslensku og hver þeirra vera lengst 10 blaðsíður eða 2400 slög.

Ritgerðir ber að senda með rafrænum hætti fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 15. júní nk. til: Kristian Boje Petersen kbp@adm.ku.dk, og þær verða metnar af dómnefnd sem rektor hefur skipað.

Nafn sigurvegara samkeppninnar verður tilkynnt í móttöku sem haldin verður í Konsistorie-salnum í Kaupmannahafnarháskóla, Frue Plads, kl. 13:00 miðvikudaginn 21. september, þangað sem m.a. öllum þátttakendum verður boðið.

Þá verða sigurvegara samkeppninnar veitt verðlaun að upphæð 5000 danskar krónur og honum einnig boðið að kynna ritgerð sína á málþinginu sem haldið verður í hátíðarsalnum 22. september nk. Þá verða veitt verðlaun að upphæð 2000 danskar krónur fyrir þá ritgerð sem talin verður næstbest.