13.5.2015

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2015, 2. hæð

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 35 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að eftirfarandi 11 verkefnum.

 

 

Úthlutanir 2015-2016:

 

  • Aðalsteinn Eyþórsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Íslenskir Wellerismar“ og Bergljót Kristjánsdóttir til að vinna verkefnið „Draumþök – um Gísla sögu Súrssonar, styttri gerð“.
  • Anna Kristjánsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Sjónarsvið íslensks stúdents við lok 19. aldar í Kaupmannahöfn“.
  • Björn B. Björnsson til að vinna að undirbúningi heimildarmyndarinnar „Svarti sandurinn“.
  • Guðný Hallgrímsdóttir, til að vinna að verkefni um íslenskar námsmeyjar í Danmörku á 18. öld.
  • Guðvarður Már Gunnlaugsson, til að vinna verkefni um breytingar á broti og útliti íslenskra skinnhandrita.
  • Jóhann P. Malmquist, til að vinna að þróun á stafrænu kennsluefni fyrir frumkvöðla í hugbúnaðariðnaði.
  • Ólína Þorvarðardóttir til að vinna verkefni sem ber heitið „Húslækningar og heimaráð“ um sögu íslenskra alþýðu- og náttúrulækninga og Sigurður Pétursson til að vinna verkefni um verslunarsögu Vestfjarða á 19. öld.
  • Pétur Hrafn Ármannsson, til að vinna að yfirlitsriti um Guðjón Samúelsson arkitekt og húsameistara ríkisins.
  • Steinunn Kristjánsdóttir, til að vinna verkefni um íslenska klausturgripi í Kaupmannahöfn.

 


Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.