1966

FYRIR 54 ÁRUM var Alþingi gefið húsið að Øster Voldgade 12, húsið sem Jón Sigurðsson bjó í 1852-79. Hér eru tvær blaðagreinar úr Morgunblaðinu frá 1966 þar sem annars vegar er sagt frá því þegar Carl Sæmundsson gaf Alþingi húsið og hins vegar gerð er grein fyrir Carli sjálfum. Það var síðan fjórum árum síðar, árið 1970, að Hús Jóns Sigurðssonar tók til starfa. Ítarlegri texti fylgir myndunum ef smellt er á þær.

Jonshus1966

Hér er sagt frá því 14. febrúar að Carl hafi sent Alþingi bréf þar sem hann m.a. skrifar „Á 80 ára afmælisdegi mínum er mér ljúft að staðfesta, að ég hef ákveðið að gefa íslenska ríkinu (Alþingi) húseign mína Østervoldgade 12. (...) Ef íslenska ríkið þiggur þessa gjöf, er mér ljúft að ræða (...) um form afhendingarinnar.“ Alþingi svarar: „ ... þiggur með þökkum hina stórhöfðinglegur gjöf yðar ...“ Myndin sem fylgir greininni er þó öllu eldri, tekin eigi seinna en um 1920. 

87490499_1081243182232168_341691526302138368_n