• Bókasafn
    Bókasafn Jónshúss

Bókasafnið

Bókasafnið er staðsett í kjallara hússins. Þar er að finna gott úrval af gömlum og nýjum bókum. Í sumar voru keyptar 100 nýjar bækur. Þar á meðal ný íslensk skáldverk, nýjar þýddar skáldsögur og barnabækur.

Á safninu er gott úrval af íslenskum barnbókum fyrir börn á öllum aldri. 

Bókasafnið er opið á opnunartíma Jónshúss. Einnig er hægt að taka bækur að láni og skila bókum þegar viðburðir eru í húsinu.

Útlán

Bókasafnið virkar þannig að maður nælir sér í bók, skrifar sig á listann og skilar bókinni svo að lestri loknum. 

Bókasafnið er á Facebook