Starfsemi

Starfsemi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn er margvísleg. Á þriðju hæð hússins er sýning, Heimili Ingibjargar og Jóns. Á sýningunni er gefin innsýn í daglegt líf á heimili hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Í kjallara er bókasafn. Þá er í húsinu tvær íbúðir fyrir íslenska fræðimenn. Á fyrstu hæð er samkomusalur þar sem oft eru auglýstar samkomur og sýningar íslenskra listamanna.

Í húsinu er aðstaða fyrir félagsstarfsemi þeirra fjölmörgu Íslendinga sem búsettir eru á Kaupmannahafnarsvæðinu. 

 Í húsinu er einnig starfsaðstaða fyrir íslensk fyrirtæki.