Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2015, 4. hæð
Úthlutunarnefnd bárustu að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 42 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að tíu verkefnum.
Úthlutanir 2015:
- Árni Daníel Júlíusson til að vinna verkefni sem ber heitið „Investigation of the Long Term Sustainability of Human Ecodynamic Systems in Northern Iceland“.
- Álfheiður Ingadóttir til að vinna verkefni um ævi og vísindastörf dr. Péturs M. Jónassonar prófessors.
- Borgþór S. Kjærnested til að vinna verkefni um Kristján X., konung Íslands 1918-1944.
- Guðlaugur R. Guðmundsson til að vinna verkefni um skólastarf á Íslandi í kaþólskum sið.
- Guðmundur Hálfdánarson til að vinna að verkefni sem ber heitið „Denmark and the New North Atlantic“.
- Hafdís H. Ólafsdóttir til að vinna verkefni um lagasnið þingskjala; samanburð á dönskum og íslenskum þingskjölum og lagahefð.
- Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Pétur Gunnarsson til að vinna annars vegar verkefni um þroska leik- og grunnskólabarna og hins vegar verkefni sem ber heitið „Örlagasaga tveggja íslenskra efnispilta á 19. öld“.
- Sverrir Jakobsson til að vinna verkefni sem ber heitið „Á öld Sturlunga. Ísland 1096-1281“.
- Sölvi Sveinsson til að vinna verkefni sem ber heitið „Endurfædd orð - og önnur dauð“.
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.