25.5.2022

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 4. hæð árið 2022

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2022. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fengu úthlutun eru eftirtalin:

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2022. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fengu úthlutun eru eftirtalin:

  • Guðmundur Jónsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Matur og fæðukreppur á Íslandi fyrir tíma iðnvæðingar“.
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson, til að vinna verkefni um frjálslyndi í Danmörku og á Íslandi á 18. og 19. öld.
  • Hildur Gunnarsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Híbýlaauður“.
  • Jón Gunnar Ólafsson, til að vinna að samanburði á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum í Danmörku og á Íslandi.
  • Margrét Hallgrímsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Viðeyjarklaustur 1226-1550. Íslenskt miðaldarklaustur í Viðey á Kollafirði“.
  • Marjatta Ísberg, til að vinna að rannsókn á spjaldvefnaði seinni alda.
  • Ólafur K. Nielsen, til að vinna að verkefni um lýðfræði fálka.
  • Ragný Þóra Guðjohnsen, til að vinna verkefni um snertifleti menntunar sem snýr að sjálfbærni, borgaravitund og mennsku í lýðræðissamfélögum.
  • Reynir Eggertsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Þolinmóðu konurnar: Gríshildur, Helena og nafnlausa læknisdóttirin“.
  • Snæbjörn Pálsson, til að vinna verkefni um þróun æðarfugla og hávellna.
  • Unnur Birna Karlsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Danir kenna Íslendingum dýravernd“.
  • Þórhallur Eyþórsson, til að vinna verkefni um Rasmus Kristian Rask og uppruna íslensku.
  • Þórunn Valdimarsdóttir, til að sinna vettvangsrannsókn fyrir bókina „Fátt er það sem enginn ann“.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.