Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2014-2015, 2. hæð
Alls bárust úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðarað þessu sinni 40 umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum.
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá ágústlokum 2014 til ágústloka 2015.
Í nefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.
Alls bárust nefndinni að þessu sinni 40 umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að neðangreindum 10 verkefnum:
- Anna Karlsdóttir til að vinna verkefni tengt sjálfbærri svæðisbundinni þróun á norðurslóðum Norðurlanda og sýn ungmenna til framtíðarinnar.
- Guðmundur Ólafsson til að vinna verkefni sem ber heitið „Bærinn undir sandinum - þróunarsaga grænlensks býlis frá landnámi til endaloka.“
- Auður A Arnardóttir og Þröstur O. Sigurjónsson til að vinna tvær samanburðarrannsóknir á sviði stjórnhátta fyrirtækja og samfélagsábyrgðar.
- Oddný Mjöll Arnardóttir til að vinna verkefni um svigrúm til mats í evrópskri mannréttindavernd.
- Einar Sigurbjörnsson til að vinna verkefni um Grundvig og sálma hans.
- Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad til að vinna verkefni um íslenskar fornritarannsóknir og þjóðmenningu 1780-1918.
- Auður Hauksdóttir til að vinna að rannsóknum á sögu danskrar tungu og menningar á Íslandi.
- Ragnheiður Kristjánsdóttir til að vinna verkefni um róttæka umræðu um jafnrétti á Íslandi.
- Vilhjálmur Árnason til að vinna verkefni um vísindalæsi og lýðræði.
- Magnús K. Hannesson til að vinna verkefni um konungsríkið Ísland: Konungsættina og utanríkismál, þar með talið samband Íslands og Danmerkur samkvæmt sambandslögum.
Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er á 2. hæð Jónshúss.