Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2004-2005.
Alls bárust nefndinni 24 umsókn að þessu sinni. Átta fræðimenn fá afnot af íbúðinni.
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2004 til 31. ágúst 2005.
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor. Ritari nefndarinnar er Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis.
Alls bárust nefndinni 24 umsókn að þessu sinni.
Átta fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:
Arndís S. Árnadóttir, Norræn áhrif á íslenska hönnunarsögu 1930-1970.
Guðjón Friðriksson, Ævisaga Hannesar Hafsteins.
Guðmundur Hálfdanarsson, Íslensk sjálfstæðisbarátta í augum Dana.
Helga Kress, Ævisaga Maríu Stephensen sögð í bréfum.
Jörgen L. Pind, Guðmundur Finnbogason sálfræðingur.
Sigurður Gylfi Magnússon, Hugmyndafræði hversdagslífsins.
Sven Þ. Sigurðsson, Bútareiknilíkön af straumum sjávar og hafíss.
Þórunn Sigurðardóttir, Íslensk erfiljóð frá 17. öld.
Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.
(1. júní 2004.)