Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2006-2007.
Alls bárust nefndinni að þessu sinni 16 umsóknir. Sjö fræðimenn fá afnot af íbúðinni.
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2006 til 31. ágúst 2007. Íbúðinni er þó ekki úthlutað í desember og janúar þar sem þá verður unnið að endurbótum á íbúðinni.
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Jakob Yngvason prófessor, formaður, Anna Agnarsdóttir prófessor, og Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur. Ritari nefndarinnar er Þorsteinn Magnússon, forstöðumaður almennrar skrifstofu Alþingis.
Alls bárust nefndinni að þessu sinni 16 umsóknir.
Sjö fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:
Bjarnheiður Guðmundsdóttir til að rannsaka forvarnir gegn bakteríusjúkdómum í fiskeldi.
Gísli Pálsson til að vinna að rannsóknum á viðhorfum til votlendis.
Guðrún Marteinsdóttir til að rannsaka áhrif umhverfis á útbreiðslu þorsks og annarra fiskistofna.
Helgi Þorláksson til að vinna að rannsókn á sögu utanlandsverslunar Íslands.
Páll Thodórsson til að rannsaka sögu tækniþróunar og brautryðjenda.
Róbert Spanó til að vinna að rannsóknum á þróun í danskri dómaframkvæmd, skrifum fræðimanna og kennsluháttum í lögskýringarfræði.
Sigfinnur Þorleifsson til að rannsaka áhrif helgiathafna í úrvinnslu sorgar.
Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.
(2. júní 2006.)