Aðventa
Fjölbreytt dagskrá á aðventu.
Fimmtudagur 8. desember klukkan 11:00 til 14:00.
Mömmumorgun
Nánar um viðburðinn hér.
Fimmtudagur 8. desember klukkan 18:00 til 19:00.
Jólatónleikar
Kvennakórinn Dóttir er einn af þeim kórum sem æfa í Jónshúsi. Þær halda sína fyrstu jólatónleika á morgun fimmtudag.
Tónleikarnir verða í Kastelskirken kl:18:00.
Nánar um viðburðinn hér.
Föstudagur 9. desember klukkan 17:00 - 19:00.
Íslenskar konur í atvinnulífinu í Danmörku - Jólafundur
Fáðu innblástur, jólafjör og styrktu tengslanet þitt!
Á föstudaginn þann 9. des gefst frábært tækifæri til að sletta ögn úr klaufunum með öðrum íslenskum konum í atvinnulífinu í Danmörku. Gestur kvöldsins er Ingibjörg Þórðardóttir frá CNN í London, en hún mun segja okkur frá störfum sínum bæði hjá CNN, en einnig hjá BBC, þar sem hún starfaði í 15 ár áður en hún var ráðin til CNN nýverið. Að fyrirlestri loknum verður boðið upp á léttar veitingar og drykki - og svo verður spjall, leikir til að hrista okkur betur saman, vinningar og almenn gleði í lokin.

Nánar um viðurðinn hér.
Jónshús vekur athygli á sýningu Einars Fals i Johannes Larsen safninu í Kerteminde

Á föstudag, 9. desember kl. 16, opnar í Johannes Larsen Museet í Kerteminde á Fjóni sýningin Blik på Island - Einar Falur Ingólfsson i Johannes Larsens fodspor.
Á þessari viðamiklu sýningu gefur að líta á fimmta tug stórra ljósmyndaverka Einars Fals ásamt um 40 teikningum sem Larsen (1867-1961) gerði á Íslandi sumrin 1927 og 1930 en teikningarnar gerði hann fyrir glæsta útgáfu Gyldendal á Íslendingasögunum sem út kom 1930-32.
Á sýningunni eru einnig verk eftir Ólaf Elíasson, Sven Havsteen-Mikkelsen og fleiri.
Undanfarin þrjú ár hefur Einar Falur unnið að viðamiklu ljósmyndaverkefni, þar sem hann hefur myndað á stôra blaðfilmuvél á mörgum sömu stöðum og Larsen vann á í Íslandsferðum sínum. Hefur hann í sumumtilvikum tekið sömu sjónarhorn og Larsen sýnir en í öðrum unnið úr aðstæðum á vettvangi á persónulegan hátt. Afraksturinn er marglaga verk sem fjallar um landið, náttúru, sagnahefðina, listræna túlkun og samtímann. Viðamikil sýningin í hinu fallega safni Johannesar Larsen, þar sem einnig hægt er að skoða vinnustofu og heimili listamannsins vinsæla auk úrvals málverka hans og annarra kunnra Fjónsmálara, er sú fyrsta sem sett er upp á verkefninu en næsta vor kemur út vegleg bók um það og þá verður sýningin sett upp í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar og boðið er upp á veitingar.
Nánari upplýsingar eru á vef Johannes Larsen Museet.
http://www.johanneslarsenmuseet.dk/…/…/2016/blik-paa-island/
Þriðjudagur 13. desember klukkan 16:30 til 17:30.
Ný barnabók og ævintýraópera í Jónshúsi
Þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 16.30 mun Gunnsteinn Ólafsson lesa upp úr barnabók sinni Baldursbrá í Jónshúsi. Bókin byggir á samnefndri ævintýraóperu hans og Böðvars Guðmundssonar. Með bókinni fylgir DVD-diskur þar sem horfa má á uppfærslu á óperunni sem gerð var í Hörpu vorið 2015. Þegar horft er á sýninguna er hægt að velja skjátexta á íslensku eða lesa hann í danskri, enskri, þýskri, ungverskri eða franskri þýðingu. Bókin og óperan henta börnum frá 3ja til 12 ára aldurs.

Nánar um viðbruðinn hér.
Miðvikudagur 14. desember.
Sögustund og söngur
Margrét Gunnarsdóttir ætlar að segja frá jólahaldi Ingibjargar og Jóns á 19. öld.
Sagt verður frá jólahaldinu við Austurvegg, einkum störfum Ingibjargar við jólaundirbúninginn.
Kvennakórinn Dóttir - Kvindekoret Dottir mun syngja nokkur jólalög.
Aðgangur ókeypis.
Hægt verður að kaupa jólaglögg og eplaskífur á vægu verði.
Nánar um viðburðinn hér.