Dagskrá 2. - 7. september 2025

Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi
Garnaflækjan, Fermingarfræðsla – kynningarfundur, Fótbolti í beinni og Söngleikur; Þar lá mín leið

Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi

Garnaflækjan

Þriðjudaginn 2. september kl. 18.30 – 21.30

Garnaflækjan hittist að nýju eftir sumarfrí. Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.

Boðið er upp á veitingar fyrir litlar 50 kr.

Til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn. Skráing hér.


Fermingarfræðsla – kynningarfundur

Fimmtudaginn 4. september kl. 16.30 -17.30

Kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins í Jónshúsi. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta.

Opið er fyrir skráningar í fermingarfræðslu hér

Dagskráin byggir á haust- og vorferð á fermingarmótí Svíþjóð þar sem við hittum íslenska fermingarhópa frá Svíþjóð og Noregi.


Auk þess er þátttaka í guðsþjónustum hluti starfsins, sem og kennslutímar í Jónshúsi og/eða verkefni á netinu.

Nánari upplýsingar veitir Sr. Sigfús Kristjánsson, [email protected]


Fótbolti í beinni

Föstudaginn 5. september kl. 20.00

FC Island býður á landsleik.

Við hjá FC Island bjóðum landsmönnum okkar að sameinast í Jónshúsi og horfa saman á leik Íslands og Azerbaijan í forkeppni HM 2026.

Leikurinn hefst klukkan 20.45. Húsið opnar kl 20.00.

Ýmsar fljótandi veigar verða í boði gegn vægu gjaldi, ágóði af sölu rennur til reksturs og félagsstarfs knattspyrnuliðs Íslendinga í Kaupmannahöfn, FC Island.

Sjáumst hress, áfram Ísland!

Skráning hér:


Söngleikur

Sunnudaginn 7. september kl. 14.00

Þar lá mín leið er nýr söngleikur eftir Ólínu Ákadóttur og Steinunni Maríu Þormar sem byggður er á verkum Jórunnar Viðar.

Söngleikurinn fjallar um unga konu, Huldu, sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar sambönd við sig og aðra.

Flytjendur: Ólína Ákadóttir og Steinunn María Þormar

Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Skráning á viðburðinn

Nánar um listakonurnar hér.

Nánar um söngleikinn hér.