Dagskrá framundan

Barnakórinn, guðsþjónusta, kaffihlaðborð, prjónakaffi, opnun sýningar og námskeið.

Dagskráin framundan

Barnakórinn

Barnakórinn byrjar aftur að æfa eftir frí laugardaginn 2. febrúar frá kl. 12 til 13. Kórinn æfir í á 2. hæð í húsinu. 

Haustið 2017 stofnaði Sólveig Anna Aradóttir íslenskan barnakór. Kórinn fór rólega af stað, en börnunum fjölgar og ríkir mikil gleði á æfingum.

Að vera með barn í kór er mjög góð leið til að viðhalda íslenskunni og gefur tækifæri á að kynninast öðrum íslenskum börnun. Börnin læra mikið af söngtextum, kynnast íslenskri tónlist og fá tækifæri til að koma fram. 

Kórinn er fyrir öll söngelsk börn á aldrinum 5-12 ára. Kennslan fer fram á íslensku og það sama á við um sönginn.

Æfingar eru einu sinni í viku, á laugardögum kl.12-13 í Jónshúsi. Þáttökugjald er 300 krónur á önn, systkinaafsláttur.

Skráningareyðublað er að finna hér.


Sunnudagskóli

Sunnudaginn 3. febrúar frá kl. 11.15 til 13.00

Fjöldi barna og foreldra leggja leið sýna í Jónshús annan hvorn sunnudag til að syngja saman, dansa, hlusta á sögur og fleira skemmtilegt. Að lokinni samverustund er boðið upp á smá hressingu.  Foreldrum gefst tækifæri á að spjalla meðan börin lita og leika sér.


Leiðsögn um íbúð Ingibjargar og Jóns

Í tilefni af endurgerð íbúðar Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar á 3ju hæð hússins verður leiðsögn um sýninguna næstu sunnudaga frá kl 13 til 14. Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður mun veita gestum og gangandi innsýn í heimili þeirra hjóna eins og það var um 1860, en eftir verulega vinnu á liðnu ári er íbúðin nú að mestu leyti eins og hún var á þeim tíma. Allir velkomnir


Guðsþjónusta

Íslensk guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 3. febrúar kl. 14 í Skt. Pauls kirkju.

 Yfirskrift pretikunnar er „Tímamót, ný byrjun“

  •  Kammerkórinn Staka syngur
  •  Stjórnandi Tóra Vestergaard
  • Organisti er Sólveig Anna Aradóttir
  • Altarisganga
  • Prestur er sr. Ágúst Einarsson

Verið hjartanlega velkomin!


Kaffihlaðborð

Á sunnudaginn 3. febrúar mun kammerkórinn Staka halda kaffihlaðborð. 

Húsið opnar  kl. 15:00.

Komið og njótið þess að gæða ykkur á heitum réttum, sætum kökum og rótsterku kaffi. 

Við hlökkum til að sjá ykkur. 

Verðlisti:

  • Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
  • Börn 10-14 ára: 30 kr
  • Börn undir 10: Frítt


Krílasöngur

Mánudaginn 4. febrúar frá kl. 10.30 til 12.00.

Tónlistarstund fyrir ungabörn, 3 – 12 mánaða, verður haldin í Jónshúsi á mánudaginn kl. 10:30. Við syngjum saman og dönsum fyrir börnin okkar við íslenska tónlist. Það krefst engrar sér kunnáttu að syngja fyrir börnin, fyrir þitt barn er þín rödd fegurst. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist örvar m.a. tilfinninga- og hreyfiþroska barna.

 Kíkið við á fimmtudaginn og það er að sjálfsögðu ókeypis. 


Prjónakaffi Garnaflækjunnar

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. frá kl. 18.30 til 21.30

Í ár lenti veturinn á þriðjudegi. Er því ekki kominn tími til að fytja upp á einhverju hlýju?

Allt handavinnufólk velkomið.

Kaffi og kaka 30 krónur.

Endilega tilkynnið þátttöku, til að kökusneiðin værði örugglega hæfilega stór. 

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér .


Opnun sýningar

Verið velkomin á opnun sýningarinnar SUNDeftir Sigurrós Eiðsdóttur þann 8. febrúar frá kl. 18.00 til 20.00 í Jónshúsi.
Boðið verður up

pá léttar veitingar.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér .


Myndlisrarnámskeið í Jónshúsi

Laugardaginn 9. febrúar klukkan 14 bjóða Guðfinna Rósantsdóttir og Haraldur Ingi Magnússon upp á myndlistarnámskeið í Jónshùsi. 

Skráning og nánari upplýsingar hér.


Dagatal

Hér er yfirlit yfir viðburði fyrir Íslendinga.

Hugmyndin er að hafa eitt dagatal þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir það sem er á dagskrá í Kaupmannahöfn t.d. tónleikar, myndlist, íþróttir og hvað sem er sem tengist Íslendingum.

Sendu mér upplýsingar ef þú veist um eitthvað sem hægt er að setja inn á dagatalið.

Vonandi virkar þetta!

https://calendar.google.com/calendar…