Draumurinn um veginn

Kvikmyndabálkurinn „Draumurinn um veginn“, sem er hálf-leikinn heimildarmynd í fimm hlutum um rithöfundin Thor Vilhjálmsson og göngu hans á Jakobsvegi eftir endilöngum Norður-Spáni, verður sýndur í enskri útgáfu í Posthus Teatret, listabíói í hjarta Kaupmannahafnar, dagana 27. október til 1. nóvember. Sýningar myndarinnar verða rammaðar inn með íslensk-dönskum jazztónleikum sem lesa má um á heimasíðu bíósins.

Kvikmyndabálkurinn „Draumurinn um veginn“, sem er hálf-leikinn heimildarmynd í fimm hlutum um rithöfundin Thor Vilhjálmsson og göngu hans á Jakobsvegi eftir endilöngum Norður-Spáni, verður sýndur í enskri útgáfu í Posthus Teatret, listabíói í hjarta Kaupmannahafnar, dagana 27. október til 1. nóvember. Sýningar myndarinnar verða rammaðar inn með íslensk-dönskum jazztónleikum sem lesa má um á heimasíðu bíósins.


Ondunaraefingin-34-


Það er sérstaklega ánægjulegt að „Draumurinn um veginn“ skuli vera tekinn til sýningar í Danmörku þegar 100 ár eru liðinn frá fæðingu aðalpersónu myndarinnar, rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar, sem skýrgreinir sig á Jakobsvegi sem menningarpílagrím. Samhliða lýsingu á göngu hans gefa myndhlutarnir innsýn í innri heim rithöfundarins og er m.a. notast við sviðsetningar úr nýjustu bókum hans og endurlit til Íslands og Frakklands. „Draumurinn um veginn“ er jafnframt kvikmynd um pílagrímaveginn til Jakobs á Norður-Spáni (El Camino de Santiago) í öllum hans margbreytileika og töfrum í nútíð og fortíð. Hver myndhluti er sjálfstæð kvikmynd í fullri bíómyndalengd og því geta áhorfendur ráðið því hversu marga hluta þeir kjósa að sjá á þessari kvikmyndahátíð án þess að það komi niður á upplifuninni. Ekki er notast við hefðbundin viðtöl. Margvísleg tónlist gegnir mikilvægu hlutverki í frásagnarhættinum. Sjá nánar um sýningartíma einstakra myndhluta í meðfylgjandi viðhengi og nánari lýsingu á heimasíðu bíósins ( https://www.posthusteatret.dk/kopi-af-det-sker-1 ).

Dromm_1-5_PlakatA1_FBstaerd-75-
Myndin hefur fengið einstaklega gott umtal heima á Íslandi og víða um heim. Dæmi: „Hugsanlega besta íslenska mynd sem ég hef séð (BB)“.
„Merkilegt menningarafrek (ÓG)“.
"I don't know what others will see or hear in the five parts of your magnum opus, but I want you to know that it has opened my heart and healed my soul. I could not ask for a greater gift than this. I am forever in your debt (SM).
Filmen er et mesterverk, det sa jeg for mange år siden, og det står jeg ved ennå (EL).

VidBrunninn_Stor