Formleg opnun sýningar Hrafnhildar Njálsdóttur
Á döfinni;
Icelandair félagsvist, Krakkakirkjan, opnun sýningar og Garnaflækjan
Icelandair félagsvist
Föstudaginn 31. október kl. 19.00Icelandair félagsvistin er fastur liður í starfsemi Jónshúss. Vistin er haldin síðasta föstudag í hverjum mánuði og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.

Veitingar í hléi eru seldar á 50 kr. Veitt eru verðlaun.
Veitt eru verðlaun fyrir kvöldið og eru þau að þessu sinni í boði Icefood . Aðalvinningar eftir veturinn eru tvö gjafabréf frá Icelandair.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir, engin krafa er um að kunna félagsvist.
Skráning og nánari upplýsignar hér .
Krakkakirkjan – Hrekkjavaka í Jónshúsi
Laugardaginn 1. nóvember kl. 11 – 13
Allir eru hvattir til að mæta í búningi.

Annan hvern laugardag er mikið fjör í Krakkakirkjunni í Jónshúsi, en krakkakirkjan er barna- og fjölskyldustund, hugsuð fyrir öll börn á aldrinum 1-8 ára. Lögð er áhersla á huggulega samverustund þar sem hlustað er á sögur, dansað og sungið á íslensku.
Eftir stundina er hlaðborð; brauð, djús og ávextir, verð 10 kr. á mann. Þegar börnin eru búin að borða geta foreldrar spjallað saman á meðan krakkarnir leika sér.
Allir velkomnir.
Hrafnhildur Njálsdóttir sýnir í Jónshúsi
Verið velkomin á opnun listasýningar laugardaginn 1. nóvember kl. 15 – 17.
Sýnd verða 20 verk Hrafnhildar sem bæði eru málverk á striga og þrívíddar verk.

Hrafnhildur sem fædd er og uppalin í Keflavík bjó 12 ár í Danmörku og er menntuð frá Grafisk Kunstskole í Árósum sem og frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún býr stærsta hluta ársins á Spáni þar sem hún málar, en dvelur yfir sumarið á Íslandi.
Hrafnhildur hefur haldið fjölda sýninga undanfarin 18 ár og hefur auk þess tekið þátt í samsýningum í tengslum við Ljósanótt í Keflavík.
Þetta er fyrsta sýning Hrafnhildar í Jónshúsi og býður hún alla velkomna á sýninguna.
Garnaflækjan
Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 18.30 – 21.30
Í nóvember bjóðum við Höllu Ben prjónasnilling með meiru velkomna. Hún mun halda spennandi örnámskeið í að lykkja saman undir höndum.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu. Viðburðinn fer fram á íslensku.
Endilega tilkynnið þátttöku hér.
Til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn.
Húsið opnar klukkan 18:30.
Verð 50 krónur (veitingar & drykkir innifalið).
Unnt er að greiða með MobilePay.