Sumarfundur FKA- DK, Fræðimaður segir frá! Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn

Fimmtudagur 9. júní klukkan 18:00 - 21:00.

Sumarfundur Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku FKA - DK 

Skráning og nánar um viðburðinn hér. Auglysing-Ragga-


Mánudagur 13. júní klukkan 17:00 - 18:30.

Fræðimaður segir frá!

Nýr viðburður hefur göngu sína mánudaginn 13. júní klukkan 17:00. Eiríkur G. Guðmundsson sem er fræðimaður í Jónshúsi segir frá rannsóknum sínum.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og fræðimaður í Jónshúsi segja frá því sem hann hefur verið að rannsaka um árabil.
Allir velkomnir. 

Stórabóla, útbreiðsla og afleiðingar

Árin 1707 til 1709 dóu þúsundir Íslendinga, alls fjórðungur þjóðarinnar úr, bólusótt sem hefur verið kölluð stórabóla. Um þennan bólufaraldur eru til meiri heimildir en um aðra faraldra. Eiríkur G. Guðmundsson hefur um árabil rannsakað þennan faraldur, greint gang atburða, viðbrögð yfirvalda og afleiðingar manndauðans. Niðurstöðurnar hafa enn ekki verið gefnar út.

Eirikurgudmundsson-1

Nánar um viðburðinn hér.


Laugardagur 18.júni klukkan 13:00.

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður til þjóðhátíðarskemmtunar á Femøren, Amager Strandpark, laugardaginn 18. júní kl. 13:00.

 

Thjodhatid-
Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa, meðal annars íslensk tónlist og fjallkonan stígur á stokk. Þar að auki verða hoppupúðar, töframaður, andlitsmálun, fánar og önnur skemmtun fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu ýmsu góðgæti, SS-pylsum, íslensku sælgæti og drykkjum.

Stjórn Íslendingafélagsins hlakkar til þess að sjá ykkur öll í sólskinsskapi þann 18. júní á Femøren!

Nánar um viðburðinn hér.