Dansk-Islandsk Samfund hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Dansk - Islandsk Samfund, Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú. Nánari umfjöllun um viðburðinn er að finna á vef Jónshúss.
Félagsvist, sunnudagaskóli, detox námskeið, sunnudagsbröns, vinnustofa í samningatækni og fleira framundan í Jónshúsi.
Föstudagur 29. apríl
Félagsvist
Félagsvist (ICELANDAIR-vistin) Húsið opnar klukkan 19:00 - stundvíslega kl. 19:30 er byrjað að spila. Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 27. apríl, með því að senda tölvupóst á netfangið hér.
Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.
Sunnudagur 1. maí
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli klukkan 13:00 til 14:00.Þriðjudagur 3. maí
Námskeið
Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti, rithöfundur og yogakennari verður með námskeið.
Nánar um námskeiðið - Detox Prógram & Yin Yoga með Tobbu Í Kaupmannahöfn.
Sunnudagur 8. maí

Sunnudagsbröns
Hlaðborð með íslensku ívavi.Á hlaðborðinu er meðal annars: Nýbakað seytt rúgbrauð, íslenskur reyktur lax, íslenskt smjör, flatkökur með hangikjöti, pönnukökur, skyr, SS pylsur, síld, heimabakað brauð og fleira og fleira. 
Nánar um viðburðinn  hér. 
Skráning með greiðslu yfir 2.maí ( síðast var uppselt). Mobilpay 2122 3404 eða leggja inn á reikning, reg.nr. 5338 kontonr. 0247 204.
Þriðjudagur 10. maí
Vinnustofa í samningatækni
Skráning og nánar um viðburðinn -Workshop: Becoming a Better Negotiator (Copenhagen)
Námskeiðið fer fram á ensku.