Fréttabréf 1. september 2022

Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi

Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi.

Garnaflækjan

Þriðjudaginn 6. september kl. 18.30 – 21.30.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á handavinnu.

Kaffi, kaka og vínglas 50 krónur.


Endilega tilkynnið þátttöku hér svo kökusneiðin verði örugglega hæfilega stór. Til að geta tilkynnt þátttöku þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn hér.

Húsið opnar klukkan 18.15.


Fermingarfræðsla – kynningarfundur

Fimmtudaginn 8. september kl. 17 – 18.

Fermingarfræðsla vetrarins hefst með kynningarfundi verðandi fermingarbörn og foreldra/forráðamenn.

Fermingarstarfið byggir á tveimur helgarferðum til Ah Stiftsgaard, sem er rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð. Þar hittum við íslenska fermingarhópa frá Noregi og Svíþjóð. Fyrri ferðin er 7. – 9. október og seinni ferðin er um miðjan maí 2023.

Fyrir þau sem búa á stórhöfuðborgarsvæðinu eru þrír fræðslutímar í Jónshúsi á sunnudagsmorgnum og fylgir þeim þátttaka í messu eftir hádegið. Fyrir þau sem búa langt frá höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á fræðslu í gegnum netið.

Fermingarmessan í Kaupmannhöfn er á öðrum degi Hvítasunnu.


„Þó nokkuðmörg augnablik“

Formleg opnun sýningar Steinunnar Helgu Siguðardóttur er laugardaginn 10. september kl. 13.30 – 15.00.

Sýningin er til minningar um Guðna Má sem snerti hjarta Íslands.



" Þó nokkuð mörg augnablik“ er sýning með kærum vinum, annar hér og hinn þar. Guðni átti þann draum að sýna í Danmörku, sá draumur rætist núna.

Guðni Már Henningsson og Steinunn Helga Sigurðardóttir voru nánir vinir í yfir 30 ár.

Nafnið á sýningunni er titill á bók sem Guðni gaf út 2021.

Nánar um sýninga hér.


Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku 

hefur starfsárið með nýjum lið sem hefur fengið nafnið FRÓÐAR KONUR.


Elín Bjarnadóttir læknir fjallar um áhrif fiskiolíu á meðgöngu á þroska barna.

Þriðjudaginn 13. september kl. 19 – 21.

Nánari upplýsingar hér.


Félag heldri borgara

Miðvikudaginn 14. september kl. 13 – 15.

Létt spjall og smørrebrauð

Í september 2019 var hópurinn Félag heldri borgara stofnaður. Þessi hópur hefur aðsetur í Jónshúsi og hittist reglulega, yfirleitt á miðvikudögum í Jónshúsi.



Starfsemin hefur verið ansi fjölbreytt, nefna má vöfflukaffi, leshóp, þjóðlegan mat, jólafrokost, þorrablót, fyrirlestra og heimsóknir á söfn.

Við hefjum starfsárið 2022/23 á því að hittast í Jónshúsi yfir smørrebrauði, öli og léttu spjalli miðvikudaginn 14. september kl. 13.

Verð fyrir veitingar er 80 krónur.
(Tvö smørrebrauð og öl)

Áhugasamir vinsamlega staðfestið þátttöku með því að greiða fyrir veitingar eigi síðar en 10. september.

Mobilepay 23281944 (Hallfríður)
Millifærsla
Red nr. 7681
Kontonr. 0007119779


Munið að skrifa nafn á þeim sem verið að er greiða fyrir.

Kær kveðja, undirbúningsnefndin


Skráning á póstlitsta

felagheldriborgara@gmail.com

Facebook síða hópsins.

https://www.facebook.com/groups/2228950857234511


Langar þig að syngja í kór?

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn hefur verið starfræktur í 25 ár. Kórinn er metnaðarfullur en leggur líka áherslu á að hafa gaman. Við fáum okkur bjór eftir æfingu einu sinni í mánuði, höldum árshátíð og gerum margt fleira. Ef þig langar að kynnast íslenskum konum og verja mánudagskvöldum í frábærum félagsskap þá er kvennakórinn málið. Við æfum í Jónshúsi alla mánudaga frá 19.00 – 21.30.


Nánari upplýsingar hér.